þá er árið 2007 liðið og 2008 gengið í garð

Janúar hefur verið heldur óspennandi eins og vill oft verða…eða hvað? Í byrjun mánaðarins var reyndar smá hasar þegar 2 cm nagli fannst í sköflungnum á mér. Já, fyrir fúmlega ári síðan datt ég og er alltaf búið að vera svo illt síðan. Ég fór til læknis og hann sendi mig í röntgenmyndatöku þar sem hið ótrúlega kom í ljós. ég var því drifin í aðgerð sem átti bara að vera stutt…bara opna og draga naglann úr! en raunin varð önnur…hér sit ég með 8 spor beint framan á sköflungnum og engan nagla til að sýna barnabörnunum þegar þar að kemur. því nei, þeir fundu ekki naglann!! ég fór aftur í myndatöku og þá var hann bara horfinn. allt í plati rassagati!…eða þá að naglinn fór bara á flakk, kannski stingst hann einn daginn út úr stórutánni? hver veit?

Spurningin sem ég er svo að velta fyrir mér þessa dagana er hvar ég á að vinna. Er búin að fá nokkur tilbð en á bara eftir að velja…ó valkvíði, farðu burt!

 Annars var ég svona að velta því fyrir mér hvort ég ætti að skrifa annál 2007. Svona um hver flekaði hvern og fleira í þeim dúr… Annars hef ég ekki frá mörgum leyndarmálum að segja því úbbs…það er víst einhver búinn að því nú þegar! þetta virðist vera hip þessa dagana, eða hvað?

 p.s. myndir frá jólum á http://flickr.com/photos/svarthvitt

sumir eiga bara ekki að eiga börn! Hvern langar að skíra son sinn Garibaldi? eða að dóttir sín heiti Geirríður?

og hugsið ykkur að heita Hárlaugur og fá svo skalla! það hlýtur að vera hrikalegt.

Ég mæli með mannanafnaskrá dómsmálaráðuneytisins. Það er hin mesta skemmtun!

http://www.rettarheimild.is/mannanofn

skrifandinn hefur eitthvað látið á sér standa…en ég held ég verði að duga en ekki drepast!

Ætlaði áðan út að gefa öndunum brauð en eitthvað var nú brauðið orðið skrítið. Ég veit nú ekki hversu skarpt litaskyn þessar endur hafa en þó þær sæju bara svarthvítt hefðu þær hlaupið kvakandi í burtu….svo grænt var brauðið! Ég hætti því snarlega við göngutúrinn og hef setið inni í allan dag. sé reyndar núna að þetta voru kannski bara örlögin að segja mér að halda mig inni….ég hefði áreiðanlega fokið ofan í tjörnina hefði ég hætt mér út! rokrassgat!

reyndar ætti ég kannski að fara í hressingargöngu. fór í afmælisveislu til Kamillu frænku í gær og krakkarnir plötuðu mig í wii. þar sem ég hef aldrei spilað þennan leik áður þurfti að búa til minn karakter. það fór eitthvað fyrir brjóstið á benedikt (5 ára) þegar á skjánum birtist einhver feitabolla sem átti að vera ég, hann sagði í einlægni: „hún er nú bara SMÁ feit!“ (og svo potaði hann í brjóstið á mér)

kannski ég skelli mér bara aftur í jóga? fór í jógatíma á fimmtudaginn og líkaði bara vel. líkaði sérstaklega vel æfingin þegar allir lágu á bakinu með iljar í gólf og áttu að hnykkja taktfast upp mjöðmunum og gefa frá sér stunur! já, þið getið rétt ímyndað ykkur…þetta leit allavegana út fyrir að vera eitthvað allt annað en sakleysislegt jóga! vandræðalegt….

ég gæti kannski líka stofnað pictionary klúbb. held ég brenni mörgum kaloríum við að spila það….ég verð svo svakalega æst. við valdís tókum andstæðingana í bakaríið í gær og unnum með stæl! Orð eins og fyrirvinna, las vegas (teiknað með lokuð augun), mörður…þarf ég að segja meir?

en ætli það sé ekki kominn tími til að læra. fengum út úr fyrsta lokaprófinu á föstudaginn og ég er nú bara þónokkuð sátt. en það þýðir víst ekkert að slaka á….það er alltaf meira og meira! þetta er svona eins og að ganga upp á fjall og þegar maður heldur að maður sé kominn upp á tindinn blasir alltaf nýr við. Já, ég er svona sleip í myndlíkingunum….

og fyrsta bloggið!

Ég hef ákveðið að vakna úr bloggdvalanum. það ákvað ég í kvöld, en svo gæti farið að ég verði búin að skipta um skoðun á morgun og aftur lögst í hýði. sjáum til hvort eitthvað spennandi drífur á daga mína á næstunni…gæti vel verið að ég skrifandinn kæmi yfir mig á ný!

kannski á morgun?

en nú er komin háttatími fyrir ungar stúdínur…þarf á smá bjútísvefni að halda!

nattis pattis